Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð: 1. Að óheimilt verði að leggja ökutækjum við vesturkant Frakkastígs, milli Hverfisgötu og Laugavegar. Ofangreint sé merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum, í samræmi við reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra, með síðari breytingum. Jafnframt er lagt til að þau bifreiðastæði sem nú eru í vesturkanti Frakkastígs á sama kafla, verði aflögð.