Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn,vegna ástands í Úlfarsárdal.
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fyrirspurnir frá Flokki fólksins vegna ástands víða í Úlfarsárdal. Öll höfum við, borgarfulltrúar og skipulagsyfirvöld fengið þær myndir sem fylgja með þessum fyrirspurnum Flokks fólksins, frá búanda í Úlfarsárdal. Myndir sýna óbyggðar lóðir í Úlfarsárdal  í september 2021 sem eru 40 sérbýlislóðir. Einnig má sjá rusl og drasl á víðavangi og órækt í hverfi sem ætti eftir 15 ár að vera fullklárað og sjálfbært. Fulltrúi Flokks fólksins hefur oft minnst á byggingarefni sem liggur á víð og dreif um hverfið. Umræðuna um lóðarskort þarf ekki að kynna. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvenær borgar- og skipulagsyfirvöld hyggjast bregðast við þessu ástandi í Úlfarsárdal og hvernig? Einnig er spurt hvað eru borgar- og skipulagsyfirvöld að gera til að vinna að sjálfbærni þessa hverfis? Á sama tíma og fólk er hvatt til að leggja bílnum er staðan þannig í Úlfarsárdal að aka verður í næsta hverfi til að kaupa matvöru. Það er vissulega ekki langt í næsta hverfi og þar eru myndarlegar verslanir. Engin þjónusta er í hverfinu og hvað þá sú sjálfbærni sem lofað var þeim sem þar byggðu. Í Úlfarsárdal þarf fólk að eiga bíl bæði til að sækja vistir og til að komast í vinnu því engin atvinnutækifæri eru í hverfinu. Með þessum fyrirspurnir fylgja myndir til að sýna hvernig ástandið er víða í Úlfarsárdal. 
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu.