Tillaga Flokks fólksins að borgarráð beiti sér fyrir að 18 ára aldurstakmark sé sett til að aka um á rafmagnshlaupahjóli sem náð geta meira en 25 km hraða. Samkvæmt skilmálum rafhlaupahjólaleiga þarf notandi að vera orðinn 18 ára til að leigja og samkvæmt Samgöngustofu mega börn aka um á rafhlaupahjólum með leyfi foreldra. Einnig er lagt til að borgaryfirvöld hvetji löggjafann til að breyta lögum þannig að rafhlaupahjól sem aka á og yfir 25 km/klst. megi aka á götum eftir atvikum en samkvæmt lögum mega þær einungis aka á gang,- og hjólastígum. Komin eru á markað rafhlaupahjól sem komast enn hraðar, allt að 45 km/klst. Löggjafinn hefur ekki enn ákveðið hvort setja eigi aldurstakmark á þau hjól sem komast svo hratt eða hvar þau eigi að aka. Reykjavíkurborg getur sett sínar eigin reglur t.d. um hvort rafhlaupahjól eigi kannski heima á götum, hjólastígum eða gangstéttum. Banaslys hefur orðið þar sem rafmagnshlaupahjól kemur við sögu og óttast fulltrúi Flokks fólksins um börnin bæði sem notendur hjólanna og einnig að þau gætu orðið fyrir þeim. Fulltrúi Flokks fólksins vill að borgarstjórn ræði um rafhlaupahjól og öryggi notenda á þeim og þá ekki síst börnin í þessu sambandi. Ýmis tegundir af hjólum eru í notkun. Ekki er öllum ljóst hvaða hjól eiga heima á gangstéttum eða göngustígum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur komið með tillögu um að fræðsla verði um öryggismál rafhlaupahjóla innan skólakerfisins.