Reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík, tillaga - USK2021110010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 22. nóvember 2021:
Svar

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki meðfylgjandi drög að reglum um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík. Í samræmi við ákvæði umferðarlaga hafa drögin verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Ljóst er að orkuskipti ganga vel og er almenningur að leiða rafvæðingu bílaflotans af meiri krafti en í flestum öðrum löndum. Visthæfar bifreiðar eru að seljast vel á Íslandi sem nota hreint íslenskt rafmagn og því ber að fagna.  
  • Flokkur fólksins
    Samkvæmt tillögu meirihlutans eiga reglur  að vera óbreyttar. Þar sem við erum öll sammála um að vilja flýta orkuskiptum má spyrja hvort ekki ætti að útvíkka ívilnanir sem þessar? Því fyrr sem fólki gefst kostur á að eiga vistvænt farartæki því betra. Rafbílar eru enn dýrari en bensínbílar og hafa ekki allir efni á að eignast slíka bíla. Hvetja þarf þá sem eru efnameiri og  sem enn aka um á bensínbílum að skipta yfir í vistvænna ökutæki. Endurmeta þarf hvað eru visthæfar bifreiðar. Eins og er, eru bílar sem ganga fyrir metani visthæfustu bifreiðarnar. Tímabært er því að hvetja til notkunar metans. Sorpa ræður ekki við það verkefni þannig að borgarstjórn verður að taka málið að sér.  Svo er gjaldlausi tíminn full stuttur. Eðlilegra væri að hafa hann í tvo tíma. Að sinna erindum í miðbænum tekur oft meira en hálfan annan tíma. Þetta er eitt af því fjölmörgu sem Reykjavíkurborg getur gert í orkuskiptum?