Stæði fyrir hreyfihamlaða og breikkun gangstéttar, í Hafnarstræti viðPósthússtræti 2, tillaga - USK2021020121
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags.  22. nóvember 2021:
Svar

Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar leggur til að skipulags- og samgönguráð samþykki eftirfarandi sérákvæði fyrir umferð:1. Að stæði á Hafnarstræti næst Pósthússtræti 2 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða.Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum, í samræmi við reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra, með síðari breytingum.Jafnframt er lagt til að þau bifreiðastæði sem nú eru við norðurkant Hafnarstrætis, við Pósthússtræti 2, verði aflögð og gangstéttin breikkuð um það sem því nemur.