Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu, varðandi útboð á úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar
Síðast Frestað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 121
24. nóvember, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að bjóða skuli út úrgangsþjónustu Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins vekur athygli á því að Samkeppnisstofnun gaf út skýrslu þar sem bent er á að með vel skilgreindum útboðum á úrgangsþjónustu hafi sveitarfélög sparað 10 - 47% í kostnaði. Það ætti að vera hlutverk borgarfulltrúa að sjá til þess að úrgangsþjónusta sé sem hagkvæmust fyrir íbúa og fyrirtæki. Varla er rekstur SORPU undantekning frá þeirri reglu að sparnaður náist - eða hvað? Fulltrúi Flokks fólksins vill nefna dæmi um árangur í útboði frá Osló enda skipulagsyfirvöld hrifin af öllu því sem þar á sér stað: Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu, m.a. fundir með hagsmunaaðilum var ákveðið að skipta útboðinu upp í nokkra þætti - Tilboðin sem bárust voru um 30-40% lægri en kostnaður í eldra kerfi - (http://www.kretslopet.no/nyheter/497-kraftig-prisreduksjon-pa-innsamling...). Fulltrúi Flokks fólksins vill að úrgangsþjónusta verði eins hagkvæm fyrir íbúa og fyrirtæki og kostur er. Í sveitarfélögum þar sem horft til árangurs í útgangsmálum eru oft nefnd Akureyri og Stykkishólmur en þar er úrgangsþjónusta boðin út. 
Tillögunni fylgir greinargerð.
Svar

Frestað.