Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, varðandi ástand skólahúsnæðis
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 122
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að ástand skólahúsnæðis í borginni verði á dagskrá næsta fundar skipulags- og samgönguráðs. Óskað er eftir að farið verði yfir viðhaldsþörf og hvernig henni verði forgangsraðað. Þá er jafnframt óskað eftir að farið verði yfir þær nýlegu úttektir sem gerðar hafa verið á ástandi skólahúsnæði.
Svar

Tillagan er felld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með tillögunni.

Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Mjög ítarleg umræða um ástandsúttektir á húsnæði leikskóla grunnskóla og frístundar fór fram á fundir borgarráðs þann 4. nóvember sl. Á sama fundi var samþykkt viðhaldsáætlun, stefna varðandi byggingar skóla- og frístundasviðs samþykkt og stýrihópur vegna forgangsröðunar mannvirkja skipaður. Umræðan hefur því þegar nýfarið fram í borgarráði og því þykir ekki rétt að endurtaka hana í skipulags- og samgönguráði sem heyrir undir borgarráð.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Viðhald skólabygginga hefur verið vanrækt árum saman með alvarlegum afleiðingum þannig að loka hefur þurft skólum. Nýlega hefur komið svo upp mygla við enn einn skólann í borginni með þeim afleiðingum að loka hefur þurft stórum hluta skólans og flytja kennsluna í önnur húsnæði. Það sýnir áhugaleysi og feluleik meirihlutans að fella tillögu um að skipulagsráð fái kynningu á viðhaldsþörf skólahúsnæðis í borginni.