Fyrirspurn
Áhyggjur eru af orðum skipulagsfulltrúa í Reykjavík en hann segir í bréfi til íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur þar sem óskað er eftir viðræðum um mögulega staðsetningu á svæði fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla/hjólhýsi að "einkaaðilar á markaði gætu allt eins þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn frekar en að borgin útvegi land og setji upp grunnþjónustu." Um málið var fjallað í fjölmiðlum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort til standi hjá borginni að reka þennan hóp úr Laugardalnum án þess að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímabílastæði fyrir húsbíla/hjólhýsi í borgarlandinu? Ef á að reka þetta fólk úr Laugardal hvert á það þá að fara? Og hvar eiga einkaaðilar að finna lóðir?