Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir,um hraðahindranir
Síðast Frestað á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 123
8. desember, 2021
Frestað
‹ 3. fundarliður
4. fundarliður
Fyrirspurn
Í Reykjavík eru hraðahindranir í nokkrum útgáfum, stundum þrenging, stundum einstefna þar sem einn og einn bíll fer í gegn í einu og stundum koddar/bungur í mismunandi gerðum. Farið er eftir norskum leiðbeiningum í þessu efni. Verið er að setja tugi af alls konar hraðahindrunum um þessar mundir. Spurt er um fjölda og gerð þeirra hraðahindrana sem verið er að gera núna (sem eru í vinnslu) og kostnað? Hvað er fyrirhugað að setja margar hraðahindranir árið 2022? Hvernig gerðar eru þær? Hver er fyrirhugaður kostnaður? Hvað margar af þessum hraðahindrunum eru einskorðaðar við 30 km götur?
Svar

Frestað.