Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. desember 2021, þar sem skipulags- og samgönguráði er gefinn kostur á að senda inn umsögn eða gera athugasemdir við stefnudrögin.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Lögð fram umsagnarbeiðni skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. desember 2021, þar sem skipulags- og samgönguráði er gefinn kostur á að senda inn umsögn eða gera athugasemdir við stefnudrög Atvinnu og nýsköpunarstefnu Reykjavíkur til 2030. Fulltrúi Flokks fólksins telur að í umsögninni þurfi að ávarpa nokkur mikilvæg atriði. Það er til dæmis mikil tortryggni og vantraust milli atvinnulífs og borgar sem horfa þarf á með lausnir í huga. Fólki finnst ógegnsæ og flókin þjónusta vera í borginni sem tefur framgang mála. Það eru frekar fáar atvinnustoðir í borginni og óljós ímynd borgarinnar þegar kemur að atvinnu. Aðrir þættir sem huga þarf að eru kolefnisspor og ójöfnuður sem fer vaxandi.