Undirskriftalisti vegna hámarkshraðaáætlunar, trúnaður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 125
12. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi til formanns skipulags- og samgönguráðs, dags. 7. janúar 2022, þar sem meðfylgjandi er undirskriftalisti með nöfnum 1.564 einstaklinga sem mótmæla hámarkshraðaáætlun borgarinnar. Vegna persónuverndarsjónarmiða eru listarnir lagðir fram sem trúnaðargagn.
Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Með umræddri undirskriftasöfnun hefur hópur um 1500 borgara lýst skoðun sinni á lækkun hámarkshraða í borginni. Við virðum að sjálfsögðu þann lýðræðislega rétt fólks til að tjá afstöðu sína á ákvörðunum borgarinnar með þessum hætti. Við erum hins vegar sannfærð um að aðgerðirnar njóti almenns stuðnings íbúa á hverjum stað og skili strax bættu umferðaröryggi, bættum loft- og hljóðgæðum og betri borgarbrag.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Vel á annað þúsund manns hafa mótmælt hámarkshraðaáætlunar borgarinnar. Fullt tilefni er til að kanna hug borgarbúa til áætlunarinnar.
  • Flokkur fólksins
    1.564 einstaklinga mótmæla hámarkshraðaáætlun borgarinnar. Þetta kemur ekki á óvart. Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á að hafa 30 km/klst. hámarkshraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Um þetta hefur aldrei verið deilt í borgarstjórn. Víða hefur hraði í íbúðagötum verið lækkaður og er það mjög af hinu góða. Sjá má hversu umdeilt þetta er enda togast á  tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma. Annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir og svifryksmengun. Umferðartafir og teppur í borginni er víða vandamál sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir margar nothæfar tillögur. Þessi mál hafa lengi verið vanrækt. Vaxandi vandi er sem dæmi á Breiðholtsbrautinni á annatímum. Þar hafa nú myndast langar bílaraðir á morgnana og síðdegis. Þar hefur hraðinn verið lækkaður en öllu jafna er umferða þarna mjög þung. Nú er þar komin eftirlitsmyndavél og þeir sem fara yfir hámarkshraðann fá sekt.