Uppbygging göngu- og hjólastíga í Reykjavík, áætlun, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 125
12. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Kynning á áætlun um uppbyggingu göngu- og hjólastíga í Reykjavík 2022.
Gestir
Kristinn Jón Eysteinsson byggingartæknifræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Markmiðið er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá meginstofnleiðum borgarinnar. Það er mikilvægt að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana og hefur verið vel tekið í það. Fulltrúa Flokks fólksins finnst einnig mikilvægt að hjólastígar séu flokkaðir eftir öryggi þeirra og gæðum þannig að hægt sé að skoða á netinu hvaða hjólastígar væru öruggir og hverjir jafnvel hættulegir. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Yfirleitt er ekki vöntun á rými og hægt að breikka stígana og búa til aflíðandi beygjur, en beygjur eru allt of oft of krappar fyrir hjólreiðafólk, og minnka þarf brekkur. Fyrir hjólreiðafólk er betra að fara langa leið á flata en að fara styttri sem er upp og niður brekku. Áhyggjur eru af fjölgun slysa þeirra sem nota minni vélknúin farartæki. Fulltrúi Flokks fólksins nefndi í fyrri bókunum að fjarlægja þurfi járnslár og nú hefur skipulags- og samgönguráð samþykkt að það verði gert.